top of page

GREINING - HUGMYNDIR - RÁÐGJÖF - ERINDI

Viðskiptablaðið - Simmi mynd.jpg
Home: TeamMember

SIGMAR VILHJÁLMSSON

Síðustu 22 ár hef ég unnið með markaðsmál, sölumál og þjónustumál. Ég hef unnið með öllum stærstu fyrirtækjum landsins. Ég hef stofnað og stýrt fyrirtækjum sem hafa gengið vel og eru ennþá í góðum rekstri. En ég hef líka stofnað fyrirtæki sem gekk illa og veit hvað það þýðir að þurfa að vinna sig úr erfiðum aðstæðum. Ég hef stýrt samruna fyrirtækja og "rebrandað".  Hvað get ég mögulega gert fyrir þig eða þitt fyrirtæki?

Home: Inner_about

MARKAÐSMÁL

Það er gott að fá hlutlausa ráðgjöf í markaðsmálum. Hvaða skilaboð ættu að vera fremst? Hvaða skilaboð þurfa að komast til skila og hvernig?  Hvaða framleiðsluhús eða auglýsingastofu er best að nota til verksins? Hvaða fjölmiðla á að einblína á til að ná tilsettum árangri? Hvenær ertu hreinlega að gera of mikið?

SÖLUMÁL

Góður sölumaður er ekki dæmdur af því hversu mikið hann selur, heldur hveru oft hann getur selt sama aðilanum. Fyrirtækið þitt er ekki að tjalda til einnar nætur og þú vilt ekki selja rétta vöru á rangan stað til þess eins að ná markmiðum dagsins, því á morgun kemur nýr dagur. Er söluáætlunin þín rétt? Þú þekkir vöruna, en þekkir þú viðskiptavininn?

ÞJÓNUSTA

Þú getur bjargað illa eldaðri steik með framúrskarandi þjónustu, en þú bjargar aldrei lélegri þjónustu með góðri steik. Segir þú "kúnnar" eða viðskiptavinir? Hvað er hægt að gera til að breyta góðri þjónustu í frábæra þjónustu? Það tekur lengri tíma að þjónusta illa en að þjónusta vel og það sem verra er, það kostar meira að veita lélega þjónustu!

Home: Service

GREINING

Fundur & greinagerð

Stundum þarf bara að fá álit á því sem liggur fyrir og fínpússa annars frábært upplegg. Stundum sér maður ekki alveg hvað hægt er að laga þó að maður viti að það er eitthvað ekki alveg rétt. Hvað er hægt að gera nýtt? Hverju er hægt að bæta við? Hvernig sér markaðurinn það sem verið er að reyna að gera?

Innihald: Fundur og greinagerð með áliti. 

Áætlaður tími: 3 klukkustundir.

Tímalína: allt að 3 dagar.

HUGMYNDAVINNA

Hef ég hugmynd?

Án hugmyndar er ekkert. Þú segir mér hvaða niðurstöðu þú vilt fá og hvert markmiðið er, ég skal koma með hugmyndina að settu marki.

Innihald: Fundir, greinagerð og hugmyndavinna. Lagðar verða fram allt að 3 ígrundaðar hugmyndir. 

Áæltaður tími: 12 tímar.

Tímalína: 10 dagar.

RÁÐGJÖF

Virk þátttaka í framkvæmd

Stundum þarf bara að fjölga í hópnum án þess að ráða inn nýjan starfsmann. Allt frá hugmyndavinnu til framkvæmdar.

Innihald: Fundir, greining, hugmyndavinna, samvinna með starfsmönnum, aðstoð við innleiðingu og framkvæmd. 

Tímalína: ​háð umfangi. 

Áætlaður tími: háð umfangi.

ERINDI

Sölumál - þjónusta

Glöggt er gests auga. Þegar efla á andan, samstöðuna eða framtakið, þá er oft gott að fá nýjar reynslusögur og ný sjónarhorn á sama hlutinn. Þjónustu- og sölumál eru öll í eðli sínu eins og þau snúast alltaf á endanum um hversu "mótiverað" starfsfólkið er í framlínunni. Er þitt fólk að mæta til vinnu eða komið til vinnu? Hvað eru margir á vinnustaðnum/deildinni og hver væri frammistaðan ef allir myndu bæta við sig 5% árangri í starfi?

Innihald: Undirbúningsfundur og fyrirlestur. 

Áætlaður tími fyrirlesturs: 45-60 mínútur. 

Tímalína: 3 dagar. 

Home: Product

HAFÐU SAMBAND

Immis logo 1.jpg

Sigmar Vilhjálmsson

698-6987

Home: Contact
bottom of page